Vinnum saman
Með samstarfi náum við árangri
Reynsla okkar sýnir að það getur skipt sköpum fyrir hagkvæmni og tímalínu verkefna að við, sem framkvæmdaraðili, komum að borðinu á fyrstu stigum verkefnis. Við tökum virkan þátt í þróun og skipulagningu verkefna allt frá hugmynda- og hönnunarstigi og getum þannig stuðlað að lægri kostnaði, betri lausnum og hraðari framkvæmd.
Fátt hefur í för með sér meiri kostnað og tafir en breytingar og ófyrirséðar hindranir á síðari stigum framkvæmdatíma sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir með skipulögðum hætti og aðkomu verktaka á fyrri stigum verks. Þess vegna leggjum við áherslu á samstarf, ráðgjöf og gagnkvæma upplýsingagjöf alveg frá upphafi verka til loka þeirra.
Samvinna alla leið
Hugmynd og hönnun
Við höfum mikla reynslu í fyrri stigum verkefna og hún nýtist verkkaupum okkar hvað best á frumstigi við mótun hugmynda og hönnunar. Með þéttu samstarfi og skipulögðum vinnubrögðum snemma í verkferli eykst verðmætasköpun innan verkefnis og auðveldara verður að veita aðhald á seinni stigum verkefna.
Framkvæmd
Sjammi er á heimavelli í öllum tegundum samstarfs við byggingaframkvæmdir, hvort sem við sjáum um alla verkþætti eða komum að einstökum hlutum heildarframkvæmda. Við höfum á að skipa öflugum sérfræðingum, iðnaðarmönnum og verkamönnum sem mynda samhent teymi með það eitt að markmiði að skila góðu verki og hámarka hag verkkaupa.
Verklok
Fyrir okkur hjá Sjamma eru verklok ekki aðeins þegar við afhendum lykla eða tökum við lokagreiðslu. Hin eiginlegu verklok eru þegar bygging er komin í fulla notkun og farin að þjóna hlutverki sínu eins og ætlast var til. Þess vegna leggjum við svo mikla áherslu á samstarf og samvinnu frá upphafi, því þannig tryggjum við best að framkvæmdin sé í samræmi við óskir, þarfir og innan tíma- og kostnaðarramma.