Um okkur
Hönnun og bygging húsnæðis
Sjammi er öflugur samstarfsaðili við byggingarframkvæmdir, allt frá hönnun til lokafrágangs. Við höfum komið að byggingu traustra og vandaðra bygginga um land allt, bæði sérbýli og fjölbýli, skólabyggingar, hótel, skrifstofuhúsnæði, atvinnuhúsnæði og iðnaðarhúsnæði í allskyns iðnaði.
Við leggjum áherslu á náið samstarf við viðskiptavini okkar á öllum stigum verkefna. Hugmyndavinna, hönnunarvinna, byggingarteikningar, byggingastjórn, húsasmíði, raflagnir, múrverk og fleiri verkþættir haldast í hendur og mynda órofa keðju þar sem samvinna er lykilatriði að vel heppnaðri framvkæmd.
Á heimavelli
Hjá Sjamma starfa um 40 manns með fjölbreytta sérhæfingu: smiðir, rafvirkjar, vélvirkjar, múrarar byggingarverkamenn, iðnnemar, verkfræðingar, iðnfræðingar og viðskiptafræðingar.
Við sérhæfum okkur í byggingaframvkæmdum á öllum stigum. Að okkar mati eru byggingar mikilvægur hluti af samfélaginu og leggjum því mikið upp úr því að kynnast samfélaginu sem við erum að vinna í, gæta að fagmennsku í okkar störfum og hafa framtíðarhagsmuni nærumhverfisins í huga þegar ráðist er í framkvæmdir.